Stjórnvald
Stjórnvald er eining sem fer með opinbert framkvæmdarvald, svo sem embætti og stofnanir. Stjórnvöld hafa almennt séð heimildir til að skera úr um og taka ákvarðanir um réttindi og skyldur fólks og lögaðila. Þegar metið er hvort tiltekinn aðili teljist stjórnvald er að jafnaði athugað hvort bein afstaða sé tekin um það í landslögum og mögulega önnur tengsl aðilans við hið opinbera, svo sem gegnum fjárveitingar og önnur áhrif hins opinbera á rekstur hans.