Aðalbláber

(Endurbeint frá Vaccinium myrtillus)

Aðalbláber (Vaccinium myrtillus) eru ávextir ákveðins lyngs af bjöllulyngs-ættkvíslinni, lyngið sem berin vaxa á er kallað aðalbláberjalyng og er náskyldur bláberjalyngi en sjálft lyngið er ljósara og lítið tréni í kvistunum, og blöðin tennt. Blómin eru rauðgræn eða bleikrauð að lit. Berin eru dekkri (dökkblá yfir í nánast svart), minni og ekki eins sæt og „venjuleg“ bláber. Þau þroskast síðsumars eins og flest ber á Íslandi.

Aðalbláber

Vísindaleg flokkun
Ríki: Plönturíki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Lyngbálkur (Ericales)
Ætt: Lyngætt (Ericaceae)
Ættkvísl: Bjöllulyng (Vaccinium)
Undirættkvísl: Vaccinium sect. Myrtillus
Tegund:
V. myrtillus

Tvínefni
Vaccinium myrtillus
L. 1753
Samheiti
  • Myrtillus niger Gilib.
  • Myrtillus sylvaticus Drejer
  • Vaccinium oreophilum Rydb.
  • Vitis-idaea myrtillus (L.) Moench

Útbreiðsla

breyta

Aðalbláber vaxa víða um norðurhvel jarðar og ganga undir ýmsum nöfnum. Á Íslandi eru þau algengust á Vestfjörðum og Norðurlandi en sjaldgæfari á Suður- og Suðvesturlandi, þó þau finnist þar líka. Skýringin er sögð vera að aðalbláberjalyng sé viðkvæmara fyrir frosti en venjulegt bláberjalyng, og þrífist því betur þar sem snjóþyngsl eru mikil.

Næring og notkun

breyta

Aðalbláber eru vinsæl til matargerðar hjá mannfólkinu en einnig eru þau í miklu uppáhaldi hjá mörgum dýrum og fuglum. Úr þeim gera menn saft, sultu og fleiri afurðir. Þau þykja einnig góð til víngerðar, jafnvel betri en frændsystkini þeirra, venjulegu bláberin, þar sem þau innihalda meira tannín.

Aðalber

breyta

Aðalber eru dekksta afbrigðið af aðalbláberjum. Þau vaxa á svipuðum slóðum og eru m.a. algeng í Svarfaðardal.

Tengt efni

breyta

Heimild

breyta

Tilvísanir

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.