Sérleyfi er hugtak í viðskiptum þar sem fyrirtæki notar farsælt viðskiptamódel annars fyrirtækis. Fyrirtæki sem gefur sérleyfi heitir sérleyfisgjafi og gerir það í stað þess að byggja upp sína eigin verslunarkeðju í því skyni að dreifa og selja vörur. Með því að gefa sérleyfi forðast fyrirtæki ábyrgð fyrir verslanirnar. Fyrirtæki sem skrifar undir sérleyfissamning við sérleyfisgjafa heitir sérleyfishafi. Oft skrifar undir sérleyfisgjafi samninga við marga sérleyfishafa til að byggja upp sérleyfisnet.

McDonald's er dæmi um sérleyfisgjafa

Velgengni sérleyfisgjafa ræðst af velgengni sérleyfishafa. Sérleyfisnet má samanstanda af nokkrum öðrum fyrirtækjum sem gefa smærri fyrirtækjum sérleyfi. Dæmi um alþjóðleg fyrirtæki sem notar sérleyfismódel eru Subway og McDonald's.

Yfirlit

breyta

Í flestum tilfellum sér sérleyfisgjafinn um merki fyrirtækis og markaðssetningu. Hann getur meðal annars gefið sérleyfishöfum fjármagn til að hjálpa með að opna nýja verslun, kaupa tækjabúnað og svo framvegis. Oft eru sérleyfiskeðjur skyndibitastaðir, veitingahús eða smásöluverslanir. Sérleyfisgjafi má gefa sérleyfishafa frelsi til að sniða vörur eða þjónustur fyrirtækis að þörfum fólks á ákveðnu svæði eða hann má ákveða strangar reglur um reksturinn. Skrifað er undir sérleyfissamning milli sérleyfisgjafa og sérleyfishafa, sem gildir í ákveðinn tíma.

Einn sérleyfishafi má reka nokkrar verslanir á einu svæði fyrir hönd sérleyfisgjafans. Sérleyfisgjafi rukkar sérleyfishalda fyrir leyfi að nota merkið og að veita þjálfun, þessi gjöld eru oftast prósentur af sölum eða tekjum.

Tengt efni

breyta
   Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.