Snúningsvægi

(Endurbeint frá Vægi)

Snúningsvægi eða vægi (stundum kallað móment) er tilhneiging krafts, sem verkar á hlut, að snúa honum um snúningsás, oft táknað með τ. SI-mælieining: N m = kg m2 s-2.

Skýringarhreyfimynd, sem sýnir samband snúningsvægis (τ) hlutar, sem snýst með skriðþunga (p), við kraft (F), sem verkar hornrétt á snúningsarminn (r). Hverfiþungi kerfisins er táknaður með (L). (Möguleg áhrif þyngdarafls ekki reiknuð)

Snúningsvægi getur einnig verkað á hlut, sem eru kyrr, en þá gildir að summa allra snúningsvægja, sem á hlutinn verka, er núll.

Skilgreining á snúningsvægi :

þar sem

er Vigur snúningsarms (frá snúningás að átakspunkti krafts),
er krafturinn.

Einnig má reikna snúningsvægi, sem tímaafleiðu hverfiþungans:

þar sem L er hverfiþungi.

Greinilegt er að hverfinþungi varðveitist (L = fasti) þegar ytra snúningsvægi er núll.

Ef kraftur og snúningarmur eru fastar má reikna vægið með jöfnunni:

,

þar sem θ er hornið milli krafts og snúningsarms.

  Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.