Skriðþungi[1][2] eða hreyfimagn[2] er mælikvarði á tregðu hlutar á hreyfingu við breytingar á hraða, þ.e. ferð og stefnu. Oft táknaður með p. SI-mælieining: kg ms-1 eða N s.

Skilgreining á skriðþunga p:

p := m v,

þar sem m er massi hlutar og v hraðavigur.

Annað lögmál Newtons skilgreinir kraft, sem verkar á hlut, sem fyrstu tímaafleiðu skriðþungans þ.e.

Varðveisla skriðþunga

breyta

Þegar enginn ytri kraftur verkar á kerfi þá verður engin tímabreyting á skriðþunga og hann er því varðveittur. Þetta nýtist í eldflaugum þannig að þær losa sig við hluta af farminum og minnka þar með massann, en vegna varðveislu skriðþungans eykst þá hraðinn að sama skapi.

Sjá einnig

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Orðið „Skriðþungi“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Eðlisfræði“:
  2. 2,0 2,1 Orðið „Skriðþungi“ á Orðabanka íslenskrar málstöðvar úr orðasafninu „Læknisfræði“:
   Þessi eðlisfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.