Upplyfting - Kveðjustund

Upplyfting - Kveðjustund er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1980. Á henni flytur hljómsveitin Upplyfting tólf lög. Hljóðrítun fór fram hjá Tóntækni hf. Tæknimaöur: Sigurður Árnason Hljóðblöndun: Sigurður Árnason og Jóhann G. Jóhannsson. Tónlistarleg umsjón (producer): Jóhann G. Jóhannsson. Hönnun umslags: SG. Ljósmyndir á umslagi: Troels Bendtsen. Setning: Prentstofan Blik hf. Prentun: Prentsmiðjan Grafík hf.

Upplyfting - Kveðjustund
Bakhlið
SG - 132
FlytjandiUpplyfting
Gefin út1980
StefnaDægurlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnJóhann G Jóhannsson
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Langsigling - Lag - texti: Haukur Ingibergsson - Kristján B. Snorrason/Bjartmar Hannesson
  2. Kveðjustund - Lag - texti: Haukur Ingibergsson
  3. Traustur vinur - Lag - texti: Jóhann G. Jóhannsson
  4. Útrás - Lag - texti: Sigurður V. Dagbjartsson
  5. Upplyfting - Lag - texti: Haukur Ingibergsson - Kristján B. Snorrason
  6. Lokaður úti - Lag - texti: Jóhann G. Jóhannsson
  7. Dansað við mánaskin - Lag - texti: Sigurður V. Dagbjartsson — Sigurður V. Dagbjartsson/ Magnús Þorsteinsson
  8. Vor í lofti - Lag - texti: Haukur Ingibergsson - Bjartmar Hannesson
  9. Finnurðu hamingju - Lag - texti: Jóhann G. Jóhannsson
  10. Mótorhjól - Lag - texti: Tómas Örn Kristinsson/ Sigurður V. Dagbjartsson — Tómas Örn Kristinsson
  11. Reikningurinn - Lag - texti: Jóhann G. Jóhannsson
  12. Angan vordraumsins - Lag - texti: Sigurður V. Dagbjartsson


Hljómsveitin Upplyfting eins og hún er skipuð á þessari plötu: Magnús Stefánsson: Aðalsöngur, bassi Sigurður V. Dagbjartsson: Aðalgítar, söngur. hljómborð, bazuki Ingimar Jónsson: Trommur Kristján B Snorrason: Söngur, hljómborð Birgir S. Jóhannsson: Gítar

Aðrir sem koma fram á þessari plötu: Haukur Ingibergsson: Söngur, gítar, píanó, raddir Kristján Óskarsson: Hljómborð Magnús Baldursson: Altosaxófónn Gústaf Guðmundsson: Synth trommur Lárentínus Kristjánsson: Trompet Ingibjörg Vagnsdóttir: Kvenraddir

Þakklæti fyrir aðstoð fá: Verslunin Bonanza fyrir föt á forsíðumynd. Sigurður Egilsson og Jónas Þórðarson fyrir lán á bassa. Ingibjörg Vagnsdóttir fyrir pönnukökurnar og allt góðgætið á meðan á upptökunni stóð. Sigurður Árnason fyrir ánægjulega samvinnu við hljóðritunina.

Sérstakar þakkir fá: Jóhann G. Jóhannsson fyrir lögin, upptökustjórnina og öll hollráðin við hljóðritunina. Haukur Ingibergsson fyrir lögin og margvíslega hjálp við gerð þessarar plötu.

Traustur vinur

breyta
Lag og texti: Jóhann G. Jóhannsson
Enginn veit, fyrr en reynir á,
hvort vini áttu þá.
Fyrirheit, gleymast þá furðu fljótt,
þegar fellur á niðdimm nótt.
Já, sagt er að þegar af könnunni ölið er,
fljótt þá vinurinn fer.
Því segir ég það, ef þú átt vin í raun,
fyrir þina hönd, Guði sé laun.
Því stundum verður mönnum á,
styrka hönd þeir þurfa þá.
Þegar Iífið, allt í einu, sýnist einskisvert.
Gott er að geta talað við,
einhvern sem að skilur þig.
Traustur vinur, getur gert kraftaverk.
Mér varð á, og þungan dóm ég hlaut,
ég villtist af réttri braut.
Því segi ég það, ef þú átt vin í raun,
fyrir þína hönd, Guði sé laun.
Því stundum o. s. frv.