Upplyfting - Í sumarskapi
Upplyfting - Í sumarskapi er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1982. Á henni flytur hljómsveitin Upplyfting nokkur lög. Upplyfting er skipuð Hauki Ingibergssyni, Kristjáni B. Snorrasyni, Sigurði V. Dagbjartssyni og Þorleifi Jóhannssyni. Þeir Gunnar Þórðarson, Kristján B. Óskarsson, Kristinn Svavarsson og Eypór Gunnarsson sjá um viðbótar hljóðfæraleik. Fyrri félagi í Upplyftingu, Magnús Stefánsson, syngur lagið Ég sakna þín og í syrpunni í sumarskapi. Kristín Jóhannsdóttir syngur í laginu Ég kem til að kveðja. Gunnar Þórðarson sá um útsetningar, tónstjórn (production). Og þá einnig hljóðblöndun ásamt tæknimönnum við hljóðritun, sem eru Sigurður Bjóla og Tony Cook í Hljóðrita hf. Hönnun umslags: SG. Ljósmynd: Studio 28. Aðstoð varðandi myndatöku: Modelsamtökin og Þórscafé. Setning, litgreining og prentun: Prisma.
Upplyfting - Í sumarskapi | |
---|---|
SG - 154 | |
Flytjandi | Upplyfting |
Gefin út | 1982 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Sigurður Bjóla og Tony Cook |
Lagalisti
breyta- Ég kem til að kveðja - Lag - texti: Sigurður R. Dagbjartsson - Símon Jóhannsson
- Flaskan mín fríð - Lag - texti: Þjóðlag - Jónas Friðrik - Lögin frá 2 - 19 eru syrpa sett saman af Hauki Ingibergssyni og nefnist Í sumarskapi.
- Komdu í kvöld, ástin mín - Lag - texti: Blaikley - Birgir Marinósson
- Sjóarinn síkáti - Lag - texti: Viðar Jónsson
- Gvendur á eyrinni - Lag - texti: Rúnar Gunnarsson - Þorsteinn Eggertsson
- Í sól og sumaryl - Lag - texti: Gylfi Ægisson
- Ævintýri - Lag - texti: W Champbell - Ómar Ragnarsson
- Nú er komið frí - Lag - texti: Guðmundur Haukur
- Litla músin - Lag - texti: Jóhann Helgason - Magnús Sigmundsson
- Vetrarnótt - Lag - texti: Ágúst Atlason
- Gef mér síðasta dans - Lag - texti: J. Pomus/R. Shuman - Ómar Ragnarsson
- Þó líði ár og öld - Lag - texti: M. Brown/T. Sarsone - Kristmann Vilhjálmsson
- Það blanda allir landa upp til stranda - Lag - texti: M. Haggard - Þorsteinn Eggertsson
- Ég er frjáls - Lag - texti: Pétur Bjarnason
- Það er svo geggjað að geta hneggjað - Lag - texti: Magnús Ingimarsson - Flosi Ólafsson
- Flakkarasöngurinn - Lag - texti: Yngvi Steinn Sigtryggsson - Þorsteinn Eggertsson
- Lífsflótti - Lag - texti: Haukur Ingibergsson - Smári Hannesson
- S.O.S. ást í neyð - Lag - texti: Moroder/Holm - Ómar Ragnarsson
- Ég vil bara beat -músik - Lag - texti: Mason/Dixon - Helgi Pétursson
- Laugardagskvöld - Lag - texti: Haukur Ingibergsson
- Brostu - Lag - texti: Gunnar Þórðarsson - Þorsteinn Eggertsson
- Sumarfrí - Lag - texti: Sigurður V. Dagbjartsson - Kristján B. Snorrason
- Ég sakna þín - Lag - texti: Haukur Ingibergsson
- Ást á rauðu ljósi - Lag - texti: Jóhann G. Jóhannsson ⓘ
- Vorbjört nótt - Lag - texti: Sigfús Arnþórsson - lðunn Steinsdóttir
- Ég bíð og vona - Lag - texti: Jóhann G. Jóhannsson