Unninn viður
Unninn viður, samsettur viður eða manngerður viður eru alls kyns viðarafurðir sem gerðar eru með því að binda við, viðarspæni, viðartrefjar, viðarkurl eða aðrar viðarafurðir saman með lími eða öðrum aðferðum og búa þannig til samsett efni. Algengt er að nota unnin við sem byggingarefni. Dæmi um unninn við eru límtré, krossviður, spónaplötur, masónít, MDF og spónlagður viður. Sams konar efni eru líka unnin úr annars konar plöntum sem innihalda tréni, eins og bambus, hampi og reyr.