Dulvitund

(Endurbeint frá Undirvitund)

Dulvitund (undirvitund eða undirmeðvitund) í almennri notkun, er hugtak sem fjallar um hugsanir, viðhorf, hvatir, óskir og tilfinningar sem viðkomandi er ekki meðvitaður um.

Ýmsir fræðimenn hafa fjallað um hugtakið á undan Sigmund Freud, en hann lagði þó mesta áherslu á það. Hann taldi að í dulvitundinni, eða undirmeðvitundinni lægi rót alls vanda falin. Snúast því kenningar hans flestar um þennan mikilvægasta hluta sálarlífsins að hans mati, með einum eða öðrum hætti. Hann hélt því fram að öllu sem okkur þætti óþægilegt að hugsa um væri ýtt niður í undirvitundina en þar héldi það samt sem áður áfram að hafa áhrif á hegðun okkar og líðan þegar það reyndi að brjóta sér leið upp úr undirvitundinni. Birtingarform þessa eru m.a. draumfarir, mismæli og kækir.

  Þessi sálfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.