Umhverfisnefnd Alþingis
Umhverfisnefnd var ein af fastanefndum Alþingis. Nefndin fjallaði meðal annars um mál er vörðuðu dýravernd og stjórnun veiða á villtum fuglum og spendýrum, mengunarvarnir, náttúruvernd, rannsóknir á sviði umhverfismála, skipulags- og byggingarmál og varnir gegn ofanflóðum.[1] Fastanefndum Alþingis var fækkað úr tólf í átta þann 1. október 2011 og heyra málefni umhverfisnefndar í dag að mestu leyti undir umhverfis- og samgöngunefnd.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Umhverfisnefnd“. Sótt 18.mars 2010.
- ↑ „Umhverfisnefnd“. Sótt 21.nóvember 2011.
Tenglar
breyta- Umhverfisnefnd á vef Alþingis Geymt 23 september 2009 í Wayback Machine