Ultimate 20 eða U20 er rúmlega 20 feta (6,35 metra) langur lokaður kjölbátur með bugspjót og fellikjöl hannaður fyrir kappsiglingar. Hann var hannaður af hópi skútuhönnuða sem taldi meðal annars Jim Antrim og Larry Tuttle árið 1994. Hann er einkum vinsæll í Norður-Ameríku. Hugmyndin var að hanna hraðskreiðan keppnisbát með þægilegt innra rými sem hægt væri að flytja á kerru.

Ultimate 20.

Tenglar

breyta