Unix-legt

(Endurbeint frá UNIX-legt)

UNIX-legt[1] stýrikerfi (stundum ritað *nix) er stýrikerfi sem hagar sér líkt og UNIX-kerfi, s.s macOS (sem er reyndar UNIX, ekki bara Unix-legt, en það er þó falið flestum notendum). Unix-legt kerfi keyrir sh forskriftir eða nauðalíkar. Unix-leg kerfi eru flest samsett úr stýrikerfiskjarna s.s. Linux auk libc s.s. glibc, init (eða systemd, eða enn annað fyrir "init"-tilgang, t.d. launchd í macOS) og ýmsum notendaforritum, s.s. skeljunum bash og zsh (bash oft sjálfgefin skel, oft margar í boði eða hægt að velja á milli).

Skýringarmynd sem sýnir vensl UNIX-legra kerfa.

UNIX hafði upphaflega enga grafíska möguleika, var aðeins byggt á texta, og er því venjulega átt við að Unix-leg stýrikerfi geti keyrt þannig forrit. Machintosh-stýrikerfið var í raun alveg öfugt, byggði eingöngu á grafík, "GUI", og var því ekki Unix-legt, en arftaki þess bætti við Unix-möguleika (þ.e. texta-skel) sem er dulinn flestum notendum. Löngu áður höfðu hefðbundin Unix-leg kerfi gert hið sama, eða öllu heldur bætt við grafískum möguleika, þ.e. hafa líka báða helstu viðmótsmöguleikana, og yfirleitt var það gert með Xorg. Í seinni tíð er það gert með Xorg og/eða Wayland (hvorugt stutt í Android, sem byggir sýna grafísku möguleika á öðru).

Einna þekktasta Unix-lega kerfið núorðið er Ubuntu og t.d. byggir RedHat líka á Linux kjarnanum, en flestar þannig Linux-afleyður hafa ekki formlega UNIX-vottun, og eru því aðeins kölluð "Unix-leg". Örfáar hafa þó formlega UNIX-stimpilinn gera það, en samt hefur það sáralítið auka gildi, því öll "desktop Linux" geta í raun keyrt sömu "Linux" (og Unix) forritin meira og minna. Yfirleitt er Linux því talinn arftaki Unix. Android er reyndar byggt á Linux-kjarnanum líka, en það gerir það samt að sáralitlu leiti Unix-legt. Sbr. að macOS er það of hefur-staðar-stimpilinn, en iOS hefur ekki stimpilinn, og öll "mobile" kerfi sem byggja tæknilega séð á einhverju Unix-legu þýðir ekki að hefðbundin Unix/Linux ("skeljar") forrit séu keyranleg.

Windows hefur hefðbundið ekki verið talið Unix-legt stýrikerfi, hefur annan kjarna, en í seinni útgáfum líka Linux-kjarna, sem er hægt að virkja, með WSL2-stuðningum og nota því Linux/Unix-forrit, svo ef það er gert má segja að öll helstu stýrikerfi dagsins í dag (þ.e. þau þrjú sem hér eru talin, ef allar Linux-afleiður eru flokkaðar saman sem eitt stýrikerfi, að undanskildu iOS og í raun Android) geti keyrt þannig forrit og séu því Unix-leg.

Heimildir

breyta
  1. „Hvað er UNIX?“. Vísindavefurinn.