Ungmennafélagið Fjölnir

íþróttafélag í Grafarvogi í Reykjavík
(Endurbeint frá UMF Fjölnir)

Ungmennafélagið Fjölnir er hverfisíþróttafélag Grafarvogs með um 4.000 iðkendur á ári hverju. Formaður Fjölnis er Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir. Aðalkeppnisvöllur knattspyrnudeildar Fjölnis er við Dalhús en þar eru einnig tveir æfingavellir í fullri stærð. Við Dalhús er einnig aðalkeppnisvöllur hand- og körfuknattleiksdeildar Fjölnis. Sundlaug Grafarvogs er við Dalhús og nýtir sunddeild félagsins hana við æfingar ásamt innilaug Laugardalshallar og Dalslaugar. Skrifstofa Fjölnis er staðsett í Egilshöll þar sem félagið er með glæsilegt fimleikahús fyrir fimleikadeild sína, tvöfalt handknattleiks- og körfuknattleikshús, skautasvell, karetesal, yfirbyggt knattspyrnuhús í fullri stærð, frjálsíþróttaaðstöðu, úti gervigrasvöll í fullri stærð ásamt fimm battavöllum. Fundaraðstaða fyrir félagsmenn er í Egilshöll en hátíðarsalur Fjölnis er við Dalhús.

Ungmennafélagið Fjölnir
Fullt nafn Ungmennafélagið Fjölnir
Stytt nafn Fjölnir
Stofnað 11. febrúar 1988
Leikvöllur Fjölnisvöllur
Stærð 800 sæti
Deild 1. deild karla
2024 3. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Uppbygging Grafarvogshverfis hófst á árinu 1984 og fjölgaði íbúum ört. Kallað var eftir íþróttastarfi í hinu unga hverfi og kom til greina að flytja eitt af starfandi félögum borgarinnar þangað. Sérstaklega var talið koma til álita að finna Knattspyrnufélaginu Fram aðstöðu í Grafarvogi, en félagið bjó við mikil þrengsli á svæði sínu í Safamýri. Ekki náðist samstaða um slíka flutninga.

Á sama tíma vildu ýmsir innan hverfisins stofnsetja sitt eigið félag. Skátafélagið Vogabúar stóð fyrir knattspyrnumóti milli bekkja í Foldaskóla í september 1987 og á vettvangi þess félags kviknaði sú hugmynd að stofna ungmennafélag í Grafarvogi, en UMFÍ hafði fram að þessu nánast alfarið starfað utan Reykjavíkur. Þann 11. febrúar 1988 var blásið til stofnfundar í Foldaskóla sem um 100 manns sóttu.

Guðmundur G. Kristinsson var kjörinn fyrsti formaður félagsins. Fjöldi tillagna að nafni lágu fyrir og hlaut Ungmennafélag Grafarvogs yfirgnæfandi meirihluta atkvæða, 66 talsins. Nöfnin Reynir og Ernir fengu innan við tíu atkvæði og Ernir og Fjölnir tvö atkvæði hvort. Ákveðið var að hefja æfingar í knattspyrnu og frjálsum íþróttum þetta fyrsta sumar og voru 300 börn skráð til þátttöku.

Nafnbreyting og fyrstu skref

breyta

Fyrstu knattspyrnuæfingarnar voru haldnar á malbikuðum velli á lóð Foldaskóla en færðust síðar á malarvöll við Hverafold sem Reykjavíkurborg hafði látið gera. Síðar tók félagið knattspyrnuvöll KFUM og KFUK við Holtaveg á leigu ásamt búningsaðstöðu. Inniæfingar fóru fram í íþróttahúsum víða um borgina.

Félagið var ekki margra vikna gamalt þegar það rann upp fyrir forystumönnum þess að nafnið væri óþjált, auk þess sem skammstöfunin UMFG væri þegar notuð af Grindvíkingum. Á stjórnarfundi þann 24. apríl var ákveðið að breyta nafninu í Fjölnir. Í ágúst sama ár var hönnun félagsmerkisins ákveðin, skjöldur með tveimur F-um sem vísa hvort á móti öðru og nafn félagsins ar fyrir ofan.

Fyrsti keppnisbúningur félagsins var grá treyja með bláum öxlum, bláar buxur og bláir sokkar. Þar sem hverri deild félagsins var ætlað að sjá sjálf um sín búningamál fór fljótlega að bera á því að mikill munur væri á útliti þeirra. Erfitt reyndist að samræma þetta og eftir að Snorri Hjaltason tók við formennsku í félaginu árið 1993 gerði hann sitt fyrsta að höggva á hnútinn og ákvað að aðalbúningur Fjölnis skyldi vera gulur og blár.

Deildir innan Fjölnis

breyta

Það starfa nú tólf virkar deildir innan Ungmennafélagsins Fjölnis, en það eru fimleika-, frjálsíþrótta-, handbolta-, íshokkí-, karate-, körfubolta-, knattspyrnu-, listskauta-, skák-, sund-, tennis- og þríþrautardeild.

Fimleikar

breyta

Frjálsar íþróttir

breyta

Handbolti

breyta

Íshokkí

breyta

Karate

breyta

Körfubolti

breyta

Knattspyrna

breyta

Knattspyrnudeild Fjölnis er stærsta deild félagsins. Deildin er ein af stofndeildum félagsins frá árinu 1988. Um þrjú hundruð börn skráðu sig á stofnárinu 1988 og hófust æfingar á malbiksvelli við Foldaskóla. Í dag eru um 700 iðkendur hjá deildinni og er keppt í öllum flokkum karla og kvenna

Listskautar

breyta

Tennis

breyta

Þríþraut

breyta

Titlar

breyta

Karlaflokkur

breyta

2013

Karlaflokkur

breyta

2002

Kvennaflokkur

2022 - Deildarmeistari

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  • Saga Fjölnis 1988-2008 (ritstj. Þorsteinn Mar Gunnlaugsson). Ungmennafélagið Fjölnir. 2008. ISBN 978-9979-70-414-0.
   Þessi íþróttagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.