Ólífugreinaraðgerðin

Ólífugreinaraðgerðin (á tyrknesku: Zeytin Dalı Harekâtı) var hernaðaraðgerð sem tyrkneski herinn hóf í janúar 2018 á Afrin-hérað í Sýrlandi sem var þá undir stjórn Lýðræðissveita Sýrlands (SDF) og á undirhéraðið Tell Rifaat. Þessu var beint gagnvart Lýðræðishreyfingu Sýrlands (PYD) sem er stýrt af Kúrdum, vopnuðum sveitum Varnarsveita Kúrda (YPG) og sýrneskum lýðræðisveitum SDF sem staðsettar eru umhverfis sýrlensku borgina Afrin. Tyrknesk stjórnvöld segjast einnig vera að berjast gegn Íslamska ríkinu en það er enginn þannig hópur í Afrin. Afrin og nálæg svæði hafa verið lýst yfirráðasvæði lýðræðishreyfingar Norður-Sýrlands. Þann 18. mars réðust hersveitir á bandi Tyrkja inn í miðbæ Afrin. Varnarsveitir Kúrda hörfuðu þegar uppreisnarsveitir náðu valdi á miðborginni. Margir óbreyttir borgarar flúðu borgina. Þetta er fyrsta meiriháttar hernaðaríhlutun Tyrklands í Sýrlandi frá því hernaðaríhlutun sem nefnd er Efratskjöldurinn lauk.

Olífugreinin - Átök milli Kúrda og Tyrkja í Afrin

HeimildBreyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Turkish military operation in Afrin“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. mars 2018.

TenglarBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.