Tvíundaklukka
Tvíundaklukka (eða tvítöluklukka) er klukka sem sýnir hefðbundinn sextugatíma í tvítölusniði. Upprunalega sýndu þær hvern tugastaf úr sextugatímanum sem tvíundagildi, en í dag eru sannar tvíundaklukkur einnig til.
Tvítölukóðaðar tíundaklukkur
breytaFrá og með 2008 eru flestar seldar tvíundaklukkur hannaðar af Anelace Inc., og nota sex raðir af ljóstvistrum til að tákna núll og einn. Hver dálkur táknar einn tugastaf og kallast það snið tvítölukóðaður tugastafur. Botninn á hverjum dálk táknar 1 (eða 20), þar sem að hver röð fyrir ofan táknar hærra veldi af tveimur, upp að 23 (eða 8). Til að lesa hvern tölustaf fyrir sig í tímanum, bætir maður gildunum sem hver upplýstur ljóstvistur táknar, og les koll af kolli frá vinstri til hægri. Fyrstu tveir dálkarnir tákna klukkutíman, næstu tveir tákna mínúturnar og síðustu tveir tákna sekúndurnar. Þar sem að núlltáknaðir tölustafir eru ekki upplýstir er þessi klukka ekki nothæf í myrkri.
Til að lesa tvíundakóðaða tugaklukku bætir maður gildunum sem hver dálkur táknar með ljóstvistum saman og fær út sex tugastafi. Svona fær maður út tvo tugastafi sem tákna klukkutíma, mínútur og sekúndur.
Sönn tvíundaklukka
breytaNýjasta útgáfa Anelace Inc. á tvíundaklukkum notast við sönn tvíundagildi til að tákna tímann (eina tölu fyrir klukkutíma, mínútur og sekúndur) frekar en sex tölustafi fyrir tugastafina í hverju tímalið. Tölur eru síðan sýndar lárétt.
Klukkutímar | Mínútur | Sekúndur | |
---|---|---|---|
32 | 1 | 1 | |
16 | 0 | 1 | |
8 | 0 | 1 | 0 |
4 | 0 | 0 | 0 |
2 | 1 | 1 | 0 |
1 | 0 | 0 | 1 |
10 | 37 | 49 |
Sýnidæmið fyrir ofan sýnir þrjá tvíundatöludálka, einn fyrir hvern tímalið (klukkutíma, mínútur og sekúndur) í hefðbundna tímakerfinu.
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Binary clock“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 30. september 2008.