Tútankamon

(Endurbeint frá Tut ankh amon)

Tútankamon (stundum skrifað Tútankamún eða Tútankamen; fornegypska: twt-ˁnḫ-ı͗mn eða tVwa:t-ʕa:nəx-ʔaˡma:n; um 1341 f.Kr. – 1323 f.Kr.) var fornegypskur faraó af átjándu konungsættinni á tíma Nýja ríkisins. Upphaflega kemur nafn hans fyrir í heimildum sem Tútankaten sem merkir „lifandi mynd Aten (sólskífunnar)“ en Tútankamon merkir „lifandi mynd Amons (sólguðsins)“. Hann komst til valda níu ára gamall og tók við af Smenkare eða Neferneferuaten. Hann ríkti í tíu ár. Algengasta tilgátan um ætterni hans er sú að hann hafi verið sonur Akenatens og Kiju sem var ein af eiginkonum hans. Valdatíð Tútankamons einkenndist af afturköllun þeirra trúarlegu og stjórnarfarslegu breytinga sem Akenaten hafði staðið fyrir.

Gríman af múmíu Tútankamons.

Gröf Tútankamons fannst óhreyfð í Dal konunganna af Howard Carter og vinnumönnum hans árið árið 1922. Fundurinn vakti gríðarlega athygli um allan heim og gat af sér aukinn áhuga á Egyptalandi til forna. Gullgríman sem var yfir múmíunni hefur orðið að vinsælli táknmynd fyrir menningu Fornegypta.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.