Turner Broadcasting System
Turner Broadcasting System, Inc (stundum kallað TBS Networks eða TBS Inc) er fyrirtæki sem rekur nokkrar kapalsjónvarpsstöðvar sem Ted Turner eignaðist eða stofnaði frá upphafi 8. áratugarins. Fyrirtækið sameinaðist Time Warner 1996 og er nú dótturfyrirtæki þess. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í CNN Center í Atlanta. Meðal stöðva í eigu fyrirtækisins eru CNN, HLN, TBS, TNT, Cartoon Network, Boomerang, truTV og Turner Classic Movies.