Tungnaá (eða Tungná) er jökulá sem kemur úr vesturhluta Vatnajökuls og fellur til suðvesturs um Tungnaáröræfi uns hún sveigir til norðurs í Tungnárkróki og rennur í gegn um Sigöldulón, Hrauneyjalón, Sporðöldulón og til Þjórsár. Hún er stærsta þverá Þjórsár en árnar tvær koma saman í Sultartangalóni þar sem er virkjunin Sultartangastöð. Áin hefur einnig verið virkjuð við Sigöldu, Hrauneyjafoss og Búðahálsvirkjun. Tvær brýr eru yfir fljótið.

Tungnaá
Tungnaá við Sigöldufoss
Tungnaá við Sigöldufoss
Uppspretta Vatnajökull
Árós Sultartangalón, í Þjórsá
Lengd 129 km
Meðalrennsli 100 - 160 m3/sec, í sumar
Vatnasvið 3040 km2
Hnit 64°23′40″N 18°01′07″V / 64.3944°N 18.0186°V / 64.3944; -18.0186
Hrauneyjarlón