Baldursbrá (fræðiheiti: Matricaria maritimum eða Tripleurospermum maritimum) er jurt af körfublómaætt. Baldursbrá vex gjarnan í fjörusandi, á malarbornum hlöðum og í nágrenni við þéttbýli. Baldursbrá er algeng um alla Norður-Evrópu.

Baldursbrá

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Körfublómabálkur (Asterales)
Ætt: Körfublómaætt (Asteraceae)
Ættflokkur: Anthemideae
Ættkvísl: Tripleurospermum
Tegund:
Baldursbrá

Tvínefni
Matricaria maritimum
L.
Samheiti

Tripleurospermum maritimum (L.) W.D.J.Koch

Lýsing breyta

 
Breiða af Baldursbrá í Íslenskri fjöru

Fjölær jurt, 10-60 sentímetra há, með uppréttum stöngli og stofnstæðum uppréttum fjaðurskiptum blöðum, sem hafa mörg smáblöð. Blómin mynda stóra körfu með hvítum blöðum og gulu auga. Körfurnar eru 3 til 5 cm í þvermál. Blómgast í júní og júlí.

Baldursbrá líkist hlaðkollu, sem þó er ekki með hvít krónublöð, og freyjubrá sem er með fjaðursepótt og tennt blöð en ekki fjaðurskipt. Króna freyjubrár er þó mjög lík krónu baldursbrár.

Jurtin hefur gengið undir ýmsum nöfnum hér á landi, til dæmis fuðarurt, móðurjurt, múkakróna og strandamúkakróna. Nöfnin fuðarurt og móðurjurt eru dregin af lækningarmætti jurtarinnar en múkakróna er af erlendum toga.

Baldursbrá er þekkt lækningarjurt og sögð góð við margskonar kvensjúkdómum, einkum þó til að leiða tíðir kvenna. Einnig þótti gott að leggja hana við eyra þess sem þjáðist af tannpínu. Seyði blómanna er sagt hollt og gott í te og blöðin góð í súpur áður en jurtin blómstraði. Björn Halldórsson frá Sauðlauksdal segir baldursbrána vera afleita sem fóðurjurt þar sem hún þorni illa og ef hún þorni á annað borð gefi hún frá sér sterka lykt sem fæli búpeninginn frá.

Tilvísanir breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi grasafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.