Körfublómabálkur

Körfublómabálkur (fræðiheiti: Asterales) er stór ættbálkur tvíkímblöðunga sem inniheldur körfublómaætt (sólblóm, fífla, þistla o.fl.) og tengdar ættir. Einkenni á ættinni eru fimm bikarblöð og blómkollur með mörgum smáblómum sem mynda knippi (körfu). Nokkrar tegundir eru með mjólkurlitan safa í stilknum.

Körfublómabálkur
Sólblóm (Helianthus annuus)
Sólblóm (Helianthus annuus)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Asterales Lindl. (1833)
Ættir

Ættir breyta

Körfublómabálkur inniheldur 11 ættir. Langstærst þeirra er körfublómaætt (Asteraceae) sem ættbálkurinn heitir eftir með um 25.000 tegundir, því næst er bláklukkuætt (Campanulaceae) með um 2.000 tegundir og aðrar ættir hafa um 1.500 tegundir til samans. Ættirnar innan körfublómabálks eru:

Í flokkunarkerfinu að ofan hefur Donatiaceae hefur verið færð undir ættina Stylidiaceae, ættin Lobeliaceae undir Campanulaceae, Carpodetaceae undir Russeaceae og Brunoniaceae undir Goodeniaceae.

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.