Trausti Breiðfjörð Magnússon (f. 1918)
Trausti „Álfur“ Breiðfjörð Magnússon var íslenskur sjómaður, vitavörður og ljóðskáld sem varð 100 ára gamall.
Trausti Breiðfjörð Magnússon | |
---|---|
Fæddur | 13. ágúst 1918 |
Dáinn | 7. mars 2019 (100 ára) |
Þjóðerni | íslenskur |
Störf | sjómaður, vitavörður, ljóðskáld |
Maki | Hulda Jónsdóttir |
Börn |
|
Foreldrar | Magnús Hannibalsson (faðir) Guðfinna Guðmundsdóttir (móðir) |
Trausti fæddist í Kúvíkum í Reykjarfirði þann 13. ágúst 1918. Foreldrar hans voru Guðfinna Guðmundsdóttir frá Felli í Árneshreppi (1895–1973) og Magnús Hannibalsson, skipstjóri (1874–1963).[1] Hann átti þrjár alsystur: Ester Lára (1917–2002),[2] Vilborg (1920–1931) og Emma (f. 1921), en einnig sex hálfsystkini samfeðra: Klara, Guðrún, Vilma, Helga, (Agnes) Lára (1915–2009)[3] og Magnús Hannibal. Um 1925 flutti fjölskyldan að Gjögri[4] svo að Trausti ólst upp þar en hann flutti til Djúpavíkur árið 1936. Hann stundaði sjómennsku eins og faðir hans.[5] Árið 1948 bjargaði hann tveimur bátum í sjávarháska sem skipstjóri á vélbátnum Hörpu ST-105.[6]
Þann 11. janúar 1951 kvæntist hann Huldu Jónsdóttir frá Seljanesi í Árneshreppi (fædd 10. mars 1921). Hún átti son Bragi (f. 1946) en hjónin eignuðust fimm börn: Sólveig (f. 1951), Hulda Margrét (f. 1952), Magnús Hannibal (f. 1954), Vilborg (f. 1957) og Jón Trausti (f. 1965). Árið 1959 fluttu þau að Sauðanesvita við Siglufjörð og Trausti varð vitavörður.[5] Árið 1998 fluttu Trausti og Hulda til Reykjavíkur.[7]
Trausti og Hulda voru elstu hjón Íslands árið 2018.[8][9]
Jón Bjarki Magnússon, barnabarn Trausta, gerði kvikmynd um Trausta og Huldu sem heitir Hálfur Álfur og var frumsýnd árið 2020. En Trausti og Hulda létust bæði áður en kvikmyndin var frumsýnd.[10] Trausti lést þann 7. mars 2019 á Hrafnistuheimilinu í Reykjavík.[11]
Verk
breytaTrausti gaf út þrjár ljóðabækur:[12]
- Í morgunsárið, 1987.
- Hugleiðingar, 1992.
- Endalok, 2010.
Tilvísanir
breyta- ↑ Sigurður Pétursson. „Magnús Hanibalsson“. Morgunblaðið, bls. 17, 1963-03-12.
- ↑ „Minningargrein: Ester Lára Magnúsdóttir“. mbl.is. 28. júní 2002. Sótt 15. júlí 2024.
- ↑ „Minningargrein: Agnes Lára Magnúsdóttir“. mbl.is. 31. desember 2009. Sótt 15. júlí 2024.
- ↑ Ingibjörg Jónsdóttir frá Kjós. „Minning: Guðfinna Guðmundsdóttir, Djúpuvík“. Íslendingaþættir Tímans, bls. 8, 1973-07-12.
- ↑ 5,0 5,1 „Afmæli: Trausti Breiðfjörð Magnússon“. Dagblaðið Vísir, bls. 26, 1998-08-19.
- ↑ „„Harpa“ á Djúpavík bjargar tveimur bátum í sjávarháska“. Morgunblaðið, bls. 5, 1948-12-07.
- ↑ Kristín Sigurjónsdóttir (8. nóvember 2014). „Eru samtals 189 ára gömul“. siglo.is. Sótt 12. júlí 2024.
- ↑ „Nálgast tvö hundruð ára aldur samanlagt“. Morgunblaðið. 13. ágúst 2018. Sótt 14. júlí 2024.
- ↑ Kristín Magnea Sigurjónsdóttir (13. ágúst 2018). „Trausti á Sauðanesi 100 ára í dag“. Trölli.is. Sótt 14. júlí 2024.
- ↑ Orri Páll Ormarsson (21. mars 2021). „Álfarnir skoruðu mig á hólm!“. mbl.is. Sótt 14. júlí 2024.
- ↑ „Minningagrein: Trausti Breiðfjörð Magnússon“. mbl.is. 21. mars 2019. Sótt 14. júlí 2024.
- ↑ Jón Bjarki Magnússon (14. ágúst 2018). „Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér"“. Heimildin. Sótt 14. júlí 2024.