Torquay er hafnarbær í Devon, Englandi. Íbúar eru um 65.000 (2011).

Torquay höfn.
Torquay Harbour.jpg

Bærinn er þekktur fyrir milt loftslag og hefur viðurnefnið enska rivíeran. Hann hefur verið vinsæll sumarleyfisstaður frá miðri 19. öld þegar lestarstöð var opnuð þar. Agatha Christie, rithöfundur, fæddist í bænum.

Áhugaverðir staðirBreyta

  • Kents Cavern: Steinaldarleifar manna hafa fundist í hellinum.
  • Torquay Museum: Elsta safn Devon, stofnað árið 1844 og hefur fjölbreytt safn náttúru- og jarðfræðiminja.
  • Living Coasts: Dýra- og skemmtigarður.
  • Gleneagles Hotel: Hótel sem var innblástur fyrir John Cleese fyrir þættina Fawlty Towers.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist