Tony-verðlaunin

bandarísk leiklistarverðlaun
(Endurbeint frá Tony-verðlaun)

Tony-verðlaunin (fullt heiti The Antoinette Perry Award for Excellence in Broadway Theatre, stytt sem Tony Awards eða Tonys) eru verðlaun veitt fyrir framúrskarandi árangur í leiklist. Þau eru afhent af American Theatre Wing og The Broadway League samtökunum við árlega athöfn í Midtown Manhattan.

Tony Awards
Veitt fyrirFramúrskarandi árangur í Broadway leiklist
LandBandaríkin
Umsjón
  • American Theatre Wing
  • The Broadway League
Fyrst veitt6. apríl 1947; fyrir 77 árum (1947-04-06)
Vefsíðatonyawards.com

Verðlaunin voru stofnuð af framleiðandanum og leikstjóranum Brock Pemberton og eru nefnd eftir leikkonunni Antoinette „Tony“ Perry. Hún var einnig ein af stofnendum American Theatre Wing þar sem hún starfaði sem ritari. Verðlaunagripurinn er snúanlegur heiðurspeningur sem stendur á svörtum grunni úr pjátri.

Tony-verðlaunin eru samsvarandi Emmy-verðlaununum fyrir sjónvarp, Grammy-verðlaununum fyrir tónlist og Óskarsverðlaununum fyrir kvikmyndir. Aðili sem hefur hlotið öll fjögur verðlaunin er sagður hafa unnið The EGOT. Einnig eru Tonys sambærileg Laurence Olivier-verðlaununum í Bretlandi og Molière-verðlaununum í Frakklandi.

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.