Tollund-maðurinn er vel varðveitt mýralík sem fannst við mótöku í mýrlendi við Bjældskovdal á Jótlandskaga í Danmörku þann 6. maí árið 1950. Líkið var svo vel varðveitt að grunur lá um að nýlegt morð hefði verið framið og líkfundurinn tilkynntur til lögreglunnar í Silkeborg. Við nánari athugun kom í ljós að um 2500 ára gamlar líkamsleifar var um að ræða. Tólf árum áður hafði annað lík, Elling-stúlkan fundist í sama mýrlendi.

Tollund-maðurinn.

Tollund-maðurinn fannst liggjandi í fósturstellingu með reipi bundið um hálsinn, sem gefur til kynna að hann hafi annað hvort verið tekinn af lífi eða verið hluti af einhverskonar fórnarathöfn. Áætlað er að hann hafi verið milli 30 og 40 ára gamall þegar hann lést og var uppi á 4. öld f.Kr., eftir umskiptin frá bronsöld til (keltneskrar) járnaldar. Kolefnisaldursgreining sem gerð var árið 2017 ákvarðaði að Tollund-maðurinn hafi líklega dáið á árunum 405 til 384 f.Kr.

Tenglar

breyta