Tóbrúk

(Endurbeint frá Tobruk)

Tóbrúk (arabíska: طبرق‎‎ Ṭubruq) er hafnarborg sem stendur á eystri Miðjarðarhafsströnd Líbýu, nálægt landamærunum að Egyptalandi. Borgin er höfuðstaður Butnanhéraðs. Íbúar eru um 120 þúsund.

Höfnin í Tóbrúk.

Í fornöld var Tóbrúk grísk nýlenda og síðan rómverskt virki í skattlandinu Kýrenæku. Í Síðari heimsstyrjöld hertók 6. herdeild Ástralíu Tóbrúk og síðar varði 9. herdeild Ástralíu bæinn gegn Afríkuher Þjóðverja. Umsátrið um Tóbrúk stóð í 241 dag árið 1941. Rommel náði bænum á sitt vald árið eftir en missti hann aftur eftir ósigur í aðra orrustuna um El Alamein. Eftir stríð var borgin endurbyggð og á 7. áratugnum var höfnin stækkuð og olíuleiðsla lögð þangað frá Sarir-olíuvinnslusvæðinu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.