Tjarnarkvartettinn
Tjarnarkvartettinn var blandaður söngkvartett, skipaður Rósu Kristínu Baldursdóttur sópran og stjórnanda hópsins, Kristjönu Arngrímsdóttur alt, Hjörleifi Hjartarsyni tenór og Kristjáni E. Hjartarsyni bassa. Kvartettinn var stofnaður árið 1992 og starfaði til ársins 2000 og flutti mest íslensk sönglög án undirleiks (a cappella). Kvartettinn kenndi sig við bæinn Tjörn í Svarfaðardal enda voru meðlimir hans tengdir staðnum, Kristján og Hjörleifur aldir þar upp og þær Kristjana og Rósa eiginkonur þeirra.
Eftir að Tjarnarkvartettinn hætti störfum hafa meðlimir hans víða látið að sér kveða í tónlistarheiminum. Rósa Kristín hefur dvalið í Austurríki og m.a. starfrækt hljómsveitina Ensemble Úngút sem sent hefur frá sér hljómdiska. Kristjana hefur lagt stund á sólóferil og gefið út söngdiska (Þvílík er ástin, Í húminu, Tangó, Ég hitti þig o.fl.). Kristján hefur staðið fyrir hljómleikum bæði með Kristjönu og eigin aðstoðarmönnum. Hjörleifur hefur rekið hljómsveitina Hundur í óskilum og haft mörg járn í eldi bæði á tónlistarsviðinu sem og í sviðslistum og víðar.
Tjarnarkvartettinn gaf út nokkra hljómdiska :
- Tjarnarkvartettinn (1994)
- Á jólanótt (1995)
- Systur í syndinni (1999 ásamt með leikhópi Leikfélags Akureyrar)
- Á fíflúlpum (1998).