Kristjana Arngrímsdóttir

Íslensk söngkona

Kristjana Arngrímsdóttir er frá Dalvík (f. 1961) söngkona og er búsett í Svarfaðardal. Hún hóf söngferil sinn í Tjarnarkvartettinum ásamt með Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni, eiginmanni sínum, Hjörleifi Hjartarsyni og Rósu Kristínu Baldursdóttur. Eftir að kvartettinn var leystur upp hóf Kristjana sólóferil og hefur haldið ótal tónleika og gefið út hljómdiska í samstarfi við fjölmarga tónlistarmenn.

Hljómdiskurinn Í húminu frá 2005
Hljómdiskurinn Þvílík er ástin frá 2000
Hljómdiskurinn Tangó fyrir lífið frá 2011

Hljómdiskar

breyta
  • Árið 2000 gaf Kristjana út sinn fyrsta geisladisk, Þvílík er ástin og hefur hann notið mikillar hylli fyrir sönggleði og vandaðan flutning. Á þeim diski fékk hún til liðs við sig þá Daníel Þorsteinsson, píanóleikara, Jón Rafnsson bassaleikara og Kristján Eldjárn Þórarinsson, gítarleikara.
  • Árið 2005 kom diskurinn Í húminu út sem er undir sterkum dönskum áhrifum en Kristjana bjó í Danmörku í fimm ár.Þar leitar hún fanga í dönskum söngvasjóði, syngur lög eftir Carl Nielsen eitt þekktasta tónskáld Dana og Bjarne Haar. Vísur og sálmar eftir ýmis höfuðskál Dana, allt frá Grundtvig til Halfdan Rasmussen í nýrri þýðingu Böðvars Guðmundssonar og Kristjáns E. Hjartarsonar. Einnig er að finna íslenskar þjóðlaga og söngperlur. Með henni á þeim disk spila þeir Jón Rafnsson, bassa, Örn Eldjárn, gítar, Tatu Kantomaa, harmonikka, Hjörleif Valsson, fiðla og Örnólf Kristjánsson selló.
  • Á þriðju plötu Kristjönu sem kom út árið 2011, hveður við nýjan tón, seiðandi tangóar frá Argentínu ásamt íslenskum og frumsömdum lögum. Hér stígur Kristjana fram sem lagahöfundur og tvö laga hennar má finna á plötunni.
  • Árið 2014 kom jólaplatan, Stjarnanna fjöld, út. Titillag og texti plötunnar er eftir Kristjönu. Útsetningar Örn Eldjárn og gítarleikur, Ösp Eldjárn, söngur, Lára Sóley Jóhannsdóttir,fiðla, Ella Vala Ármannsdóttir, horn, Petrea Óskarsdóttir, þverflauta Ásdís Arnardóttir, selló, Daníel Þorsteinsson, orgel, harmonikka, Páll Barna Szabo, fagott, Jón Rafnsson, kontrabassi, Frank Aarnink, ásláttur, Magnús Tryggvason Eliassen, trommur.


Hljómdiskar með Kristjönu Arngrímsdóttur:

- Með Tjarnarkvartett

  • Tjarnarkvartettinn, 1994
  • Á jólanótt, 1995
  • Systur í syndinni, 1999 (ásamt með leikhópi Leikfélags Akureyrar)
  • Á fíflúlpum, 1998.

- Sólódiskar

  • Þvílík er ástin, 2000.
  • Í húminu, 2005.
  • Tangó fyrir lífið, 2011
  • Stjarnanna fjöld, 2014.´