Tjarnargata 20
Tjarnargata 20 er timburhús við Tjarnargötu í Reykjavík sem Sigurður Briem póstmálastjóri reisti árið 1906 og bjó í til 1952. Niðri voru fjögur íbúðarherbergi og eldhús og búr. Þar voru tveir ofnar til upphitunar og ein eldavél. Á efri hæð voru sex íbúðarherbergi, gangur og veggsvalir. Seinna var byggt yfir veggsvalirnar. Minningarsjóður íslenskrar alþýðu um Sigfús Sigurhjartarson keypti húsið árið 1954 og voru þar aðalstöðvar Sósílistaflokksins og síðar var Alþýðubandalagið með starfsemi þar til árins 1971 en þá keypti Reykjavíkurborg húsið og var með skrifstofur þar til ársins 1990 en þá fengu AA samtökin húsið til afnota.[1]