Tjáningarfrelsi á Íslandi

Tjáningarfrelsi á Íslandi er tryggt samkvæmt 73. gr. Stjórnarskrár Íslands sem er svohljóðandi:

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.

  • Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
  • Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.[1]

Ákvæðið var sett í stjórnarskrána í núverandi mynd með lögum nr. 97 28. júní 1995.[2]

Fyrir 1995 var í stjórnarskrá ákvæði sem var samhljóma núverandi 2. mgr. 73. gr. fyrir utan að í stað tjáningarfrelsis var orðið prentfrelsi notað. Ákvæðið var í 72. gr. lýðveldisstjórnarkrárinnar og var svohljóðandi:

Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti; þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða.[3]

Þetta ákvæði var einnig nánast eins í fyrri stjórnarskrám Íslands (54. gr. í stjórnarskránni frá 1874[4] og 68. gr. í stjórnarskránni frá 1920.[5])

Takmarkanir á tjáningarfrelsi

breyta

Hér eru settar fram lagagreinar þær er setja skorður á tjáningarfrelsi.

Almenn hegningarlög (nr. 19 12. febrúar 1940) setja fjölmargar takmarkanir á tjáningafrelsi. Skv.

XIII. kafli. Brot á almannafriði og allsherjarreglu

breyta
 
Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.
 
 
— 88. gr.

Guðlast

breyta
 
Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum.
 
 
— 125. gr

Neðanmálsgreinar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.