Tínamúar
(Endurbeint frá Tinamiformes)
Tínamúar (fræðiheiti: Tinamidae), einnig kallaðir hænsnabræður, eru ætt fugla sem lifa í Mið- og Suður-Ameríku. Ættin telur 47 tegundir fugla sem flestir halda sig við jörðu og fljúga aðeins ef mikið liggur við. Þeir minna þannig á orra og akurhænur en eru skyldari stórum ófleygum fuglum á borð við strúta. Tínamúar mynda því eigin fylkingu fugla, Tinamiformes.
Tínamúar Tímabil steingervinga: miðmíósen til nútíma | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Tinamus major
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Fjölbreytni | ||||||||||||
2 undirættir, 9 ættkvíslir, 47 tegundir, 127 undirtegundir | ||||||||||||
Undirættir | ||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||
Crypturidae Bonaparte, 1831 |