Theodor Möbius
Theodor Möbius (fullu nafni August Theodor Möbius) – (22. júní 1821 í Leipzig – 25. apríl 1890 á sama stað) – var þýskur norrænufræðingur og textafræðingur. Hann var prófessor í háskólunum í Leipzig og Kiel.
Æviferill
breytaTheodor fæddist í Leipzig. Foreldrar hans voru stærðfræðingurinn og stjörnufræðingurinn August Ferdinand Möbius (1790–1868) og Dorothea Christiane Juliane Rothe (1790–1859).
Theodór ólst upp í stjörnurannsóknarstöðinni í Leipzig, sem faðir hans veitti forstöðu. Að loknu stúdentsprófi í Nicolaiskólanum í Leipzig, hóf hann háskólanám og lærði klassíska textafræði, 1840–1842 í Leipzig og 1843–1844 í Berlín. Hann fékk mikinn áhuga á forníslenskum bókmenntum og varði doktorsritgerð í þeirri grein 1852. Á árunum 1845–1861 var hann bókavörður í Háskólabókasafninu í Leipzig og síðar forstöðumaður þess. Hann varð háskólakennari 1852 og prófessor 1859. Árið 1865 fékk hann stöðu við Háskólann í Kiel, eftir að Þjóðverjar tóku Holtsetaland, og starfaði þar til 1889 þegar hann missti heilsu.
Theodór Möbius leit svo á að norræn textafræði væri nátengd germönskum fræðum, sem hann fékkst við á nokkuð víðum grunni. Aðal framlag hans til fræðanna var útgáfa á forníslenskum ritum, sem hann sinnti af miklum áhuga. Einnig gaf hann út forníslensk-þýska orðabók og bókaskrár um norræn fræði.
Í gegnum fræðistörfin kynntist Theodór Möbius nokkrum Íslendingum, t.d. Guðbrandi Vigfússyni og unnu þeir saman að útgáfuverkefnum, t.d. Fornsögum 1860. Einnig aðstoðaði hann Guðbrand við útgáfu á Eyrbyggja sögu 1864, þýddi forspjallið á þýsku og las prófarkir.
Rit (úrval)
breyta- Über die ältere isländische Saga, Leipzig 1852. — Doktorsritgerð frá Háskólanum í Leipzig.
- Über die altnordische Philologie im skandinavischen Norden, Leipzig 1864.
- Dänische formenlehre, Kiel 1871.
- Über die altnordische Sprache, Halle an der Saale 1872.
- Útgáfur
- Blómsturvalla Saga, Leipzig 1855.
- Analecta norroena. Auswahl aus der islandischen und norwegischen Litteratur des Mittelalters, Leipzig 1859, 2. útg. 1877.
- Edda Sæmundar hins fróða, Leipzig 1860.
- Fornsögur: Vatnsdælasaga, Hallfreðarsaga, Flóamannasaga, Leipzig 1860. — Útgefendur Guðbrandur Vigfússon og Theodor Möbius.
- Are’s Isländerbuch im isländischen Text : mit deutscher Übersetzung, Namen- und Wörterverzeichnis und einer Karte, Leipzig 1869.
- Málsháttakvæði = Sprichwörtergedicht. Ein isländisches Gedicht des XIII. Jahrhunderts, Halle 1873. — Sérpr. úr Zeitschrift für deutsche Philologie. Ergänzungsband.
- Íslendingadrápa Hauks Valdísarsonar, Kiel 1874.
- Háttatal Snorra Sturlusonar 1 og 2, Halle an der Saale 1879–1881.
- Kormáks saga, Halle an der Saale 1886.
- Bókaskrár
- Catalogus librorum islandicorum et norvegicorum aetatis mediae editorum versorum illustratorum. Skáldatal sive Poetarum recensus Eddae upsaliensis. Leipzig 1856.
- Verzeichniss der auf dem Gebiete der altnordischen (altisländischen und altnorwegischen) Sprache und Literatur von 1855 bis 1879 erschienenen Schriften, Leipzig 1880.
- Orðabók
- Altnordisches Glossar. Wörterbuch zu einer Auswahl alt-isländischer und alt-norwegischer Prosatexte, Leipzig 1866.
Grein
breyta- Hans Fix: „Lieber Möbius!“ Karl Weinholds Breslauer Briefe an Theodor Möbius (1874-1889). In: Śląska republika uczonych • Schlesische Gelehrtenrepublik • Slezská vědecká obec, vol. 7, hg. v. Marek Hałub u. Anna Mańko-Matysiak. Dresden-Wrocław 2016. S. 249-359. ISBN 978-3-86276-124-1.
Heimildir
breyta- Konrad Maurer og Hugo Gering: „August Theodor Möbius“. — Úrtak úr Zeitschrift für deutsche Philologie 1904, 457–470. — Æviágrip og ritaskrá.
- Fyrirmynd greinarinnar var „Theodor Möbius“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt 21. október 2010.