The Walks
The Walks er almenningsgarður í King's Lynn í Norfolki á Englandi. Garðurinn er 0,17 km2 að flatarmáli en var skráður sem English Heritage „Grade II Historic Park“ árið 1998.[1] Svæðið nær yfir skóglendi sem er frátekið í vistfræðilegum tilgangi. Á svæðinu eru nokkur dæmi um miðaldaarkitektúr, svo sem kapellan Red Mount Chapel og Guannock Arch. Gaywood-á rennur um hluta svæðisins. Rekstri garðarins sinnir Borough Council of West Norfolk.[2]
Heimildir
breyta- ↑ „1001374 - The National Heritage List for England“. Sótt 30. júlí 2014.
- ↑ „The Walks“. Sótt 30. júlí 2014.