Frankenstein eða hinn nýi Prómóþeus (enska: Frankenstein; or, The Modern Prometheus), oftast þekkt sem Frankenstein, er skáldsaga eftir Mary Shelley. Shelley var 18 ára þegar hún byrjaði að skrifa söguna og 21 árs þegar hún kom fyrst út. Fyrsta útgáfan var prentuð undir nafnleynd í London árið 1818. Nafn bókarinnar vísar til vísindamannsins Victors Frankenstein sem lærir að skapa líf og býr til veru í mannslíki sem er þó stærri og kraftmeiri en meðalmaður. Algengur misskilningur er að skrímslið heiti „Frankenstein“, en því var ekki gefið nafn í sögunni. Frankenstein ber keim af gotneskum skáldskap og áhrifum rómantíkarinnar.

Frankenstein eða hinn nýi Prómóþeus
Teikning eftir Theodor von Holst sem birtist í annarri útgáfu bókarinnar árið 1831.
HöfundurMary Shelley
Upprunalegur titillFrankenstein; or, The Modern Prometheus
ÞýðandiBöðvar Guðmundsson (2005)
LandBretland
TungumálEnska
ÚtgefandiLackington, Hughes, Harding, Mavor & Jones
Útgáfudagur
1. janúar 1818; fyrir 206 árum (1818-01-01)
ISBNISBN 9979781785
Boris Karloff í hlutverki skrímslisins í sígildri kvikmyndaútfærslu frá 1931.

Bókin kom út í íslenskri þýðingu Böðvars Guðmundssonar árið 2005.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.