The Kids Are All Right
The Kids Are All Right er bandarísk fjölskyldumynd frá árinu 2010 sem Lisa Cholodenko leikstýrði og skrifaði. Annette Bening, Julianne Moore og Mark Ruffalo fara með aðalhlutverk í myndinni sem að fjallar um tvö börn sem getin eru með gervifjóvgun og komast að því hver líffræðilegur faðir þeirra er og koma með hann inn á heimilið.
Myndin var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í júlí 2010 og varð mjög vinsæl. Í lok mánaðarinns fór hún í kvikmyndahús út um öll Bandaríkin. The Kids Are All Right hlaut margar verðlaunatilnefningar þar á meðal fjórar Golden Globe, BAFTA og Óskarsverðlaunatilnefningar.