The Final Cut

breiðskífa Pink Floyd

The Final Cut er tólfta breiðskífa hljómsveitarinnar Pink Floyd og jafnframt sú síðasta sem var gerð með Roger Waters innanborðs. Hún var gefin út árið 1983.

The Final Cut
Breiðskífa
FlytjandiPink Floyd
Gefin út21. mars 1983 (UK)
2. apríl 1983 (US)
StefnaSýrurokk
Lengd43:27
ÚtgefandiHarvest, EMI (UK)
Columbia, Capitol (US)
StjórnRoger Waters, James Guthrie and Michael Kamen
Tímaröð – Pink Floyd
The Wall
(1979)
The Final Cut
(ár)
A Momentary Lapse of Reason
(1987)
Gagnrýni

Það má í raun segja að The Final Cut sé nánast eins og sólóplata Roger Waters, þar eð hinir meðlimirnir eru aðeins hljóðfæraleikarar, en semja ekkert laganna. Platan er tileinkuð föður Waters, sem lést í seinni heimsstyrjöldinni og bera textarnir þess sterklega merki.

The Final Cut er tekin upp með tækni sem nefnist Holophonics, sem útleggja mætti á íslensku sem alhljóðatækni og sem argentínumaðurinn Hugo Zuccarelli hannaði. Fáar plötur hafa verið teknar upp með þessari aðferð.

Lagalisti (á endurútgáfu árið 2004)

breyta
  1. „The Post War Dream“ (Waters)
  2. „Your Possible Pasts“ (Waters)
  3. „One of the Few“ (Waters)
  4. „When the Tigers Broke Free“ (Waters)
  5. „The Hero's Return“ (Waters)
  6. „The Gunner's Dream“ (Waters)
  7. „Paranoid Eyes“ (Waters)
  8. „Get Your Filthy Hands Off My Desert“ (Waters)
  9. „The Fletcher Memorial Home“ (Waters)
  10. „Southampton Dock“ (Waters)
  11. „The Final Cut“
  12. „Not Now John“ (Waters)