Templarinn er félagsheimili á Fáskrúðsfirði sem góðtemplarastúkan Elding lét byggja skömmu fyrir aldamótin 1900. Húsið var notað sem alhliða menningarhús, hýsti meðal annars samkomur bindindisfélags, leik- og söngstarfsemi, íþróttasýningar, þingmálafundi, veitingasamkomur, og jólatrésskemmtanir. Kvikmyndasýningar hófust þar fyrir 1930, einnig var um tíma þar skóvinnustofa og var búið í bæði risi og kjallara hússins. Í nokkur ár var messað í Templaranum á meðan Fáskrúðsfjarðarkirkja var í byggingu. Að minnstakosti var þrisvar byggt við Templarann.

Templarinn var félagsheimili þar til ársins 1963, þegar Félagsheimilið Skrúður var tekið í notkun. Í lok síðustu aldar þóttu einhverjum sveitastjónarmönnum lítið til hússins koma og barist var fyrir því að jafna það við jörðu en áhugasamir heimamenn tóku höndum saman og björguðu Templaranum frá þeim endalokum. Safnið Fransmenn á Íslandi var til húsa í Templaranum allt þangað til Franski spítalinn var endurgerður.

Slagsmál við franska sjómenn breyta

Á vormánuðum 1926 var í Templaranum eftirminnilegt ball sem Georg Georgsson ræðismaður Frakka stóð fyrir. Hann bauð stúlkum bæjarins til dansleiks sem og áhöfn af frönsku eftirlitsskipi/herskipi. Íslensku piltarnir voru ekki ánægðir með slíka framkomu, ruddust inn á ballið og upphófust mikil slagsmál sem að lokum bárust út á götu. Morguninn eftir fannst hnúajárn sem við vitum ekki hvort tilheyrði Frökkum eða Íslendingum.