Teitur Bersason
Teitur Bersason (d. 1214) var íslenskur prestur og biskupsefni á 13. öld. Hann var kjörinn arftaki Páls Jónssonar Skálholtsbiskups, sem lést síðla árs 1211, og sigldi til Noregs 1213 til að taka vígslu en dó ytra áður en hann var vígður og er því ekki talinn með biskupum í Skálholti.
Teitur var sonur Bersa Halldórssonar Mýramannagoða og konu hans Halldóru, dóttur Gissurar Hallssonar og hálfsystur Þorvaldar Gissurarsonar, Halls Gissurarsonar, Þuríðar Gissurardóttur og Magnúsar Gissurarsonar, sem var svo kjörinn biskup þegar lát systursonar hans fréttist til Íslands.