Bessadýr

(Endurbeint frá Tardigrada)

Bessadýr (fræðiheiti: Tardigrada) eru fjölfrumungar og harðgerðustu lífverur sem fyrirfinnast. Þau voru uppgötvuð af þýska dýrafræðingnum Johann August Ephraim Goeze árið 1773. Þau komu fram fyrir um 500 milljón árum, á perm-tímabili jarðsögunnar. Bessadýr geta lifað af við erfiðar umhverfisaðstæður, t.d. mikinn þrýsting, geislun, lifað án vatns og fæðu í mörg ár og mjög háan og lágan hita. Þau lifa í vatni en séu þau tekin upp úr því, losa þau líkamann við allan vökva og geta lifað þannig í dvala árum saman án þess að fá vatn. Þegar þau komast svo í snertingu við vatn á ný draga þau í sig vatn og lifna aftur við. Þess fyrir utan lifa þau í nokkra mánuði og upp í allt að 2 ár.

Tardigrade
Bessadýr
Bessadýr
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Tardigrada
Flokkur: Panarthropoda
Ættbálkur: Tactopoda
Tegund:
Bessadýr

Útlit breyta

Líkamsbygging bessadýra er einföld og þau eru mjög lítil, sjaldan meira en 0,5 mm löng. Þau hafa fjögur fótapör og nota þrjú þeirra til hreyfingar. Á fótunum eru allt að 8 klær.

Fæða breyta

Bessadýr eiga heima alls staðar um jörðina. Þau eru rándýr og éta smærri lífverur, gerla, þörunga, frumdýr og jafnvel önnur bessadýr.

Æxlun breyta

Bessadýr eru með kynkirtla sem eru rétt fyrir ofan garnirnar, Kvendýrin hafa þarfagang sem þjónar bæði æxlun og úrgangslosun. Þar losa þau út egghylki sem karldýrin frjóvga.

Heimildir breyta