Tamás Sulyok
Tamás Sulyok (f. 24. mars 1956) er ungverskur lögmaður sem hefur verið forseti Ungverjalands frá árinu 2024. Hann var forseti stjórnlagadómstóls Ungverjalands frá 2016 til 2024. Hann var frambjóðandi stjórnarflokksins Fidesz í forsetakosningum Ungverjalands árið 2024.[1]
Tamás Sulyok | |
---|---|
Forseti Ungverjalands | |
Núverandi | |
Tók við embætti 5. mars 2024 | |
Forsætisráðherra | Viktor Orbán |
Forveri | László Kövér (starfandi) |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 24. mars 1956 Kiskunfélegyháza, Ungverjalandi |
Stjórnmálaflokkur | Óflokksbundinn |
Maki | Zsuzsanna Nagy |
Börn | 2 |
Háskóli | Háskólinn í Szeged |
Starf | Lögmaður |
Æviágrip
breytaSulyok var útnefndur dómari við stjórnlagadómstól Ungverjalands árið 2014 og varð forseti hans árið 2016. Á embættistíð sinni gaf hann út ýmsa umdeilda dóma, meðal annars um réttindi kennara til að fara í verkfall.[2]
Í febrúar 2024 tilnefndi stjórnarflokkur Ungverjalands, Fidesz, Sulyok forsetaframbjóðanda sinn eftir að Katalin Novák forseti sagði af sér í kjölfar hneykslismáls í tengslum við náðun hennar á samverkamanni í kynferðisofbeldismáli. Tilnefning hans var staðfest eftir atkvæðagreiðslu (með 134 atkvæðum gegn fimm)[3] á ungverska þinginu þann 26. febrúar með stuðningi Fidesz og samstarfsflokks þess, Kristilega lýðræðisflokksins. Hann sór embættiseið í kjölfarið, þrátt fyrir að taka ekki við forsetaembættinu fyrr en 5. mars. Stjórnarandstöðuflokkar gagnrýndu útnefningu hans og bentu á að Sulyok hefði litla reynslu í stjórnmálum. Þeir héldu mótmælafund í Búdapest þann 25. febrúar og kröfðust beinna forsetakosninga.[2]
Í innsetningarræðu sinni lýsti Sulyok yfir vilja til að fylgja lögum samkvæmt orðanna hljóðan og forðast að taka þátt í ungversku stjórnmálalífi. Hann fordæmdi jafnframt refsiaðgerðir sem Evrópusambandið hefur lagt á Ungverjaland vegna áhyggja af brotum gegn reglum réttarríkisins og lýðræðislegrar stjórnar í landinu. „Rétt skilgreining á réttarríkinu er að glatast, og hefur breyst úr hugsjón í skurðgoðadýrkun í Evrópu nútímans vegna hreinnar pólitískrar nytjastefnu,“ sagði hann og lagði áherslu á að aðildarríki ESB ættu að viðhalda lagalegu fullveldi sínu.[3]
Fyrsta embættisverk Sulyok eftir að hann varð forseti var að undirrita lög sem samþykktu inngöngu Svíþjóðar í Atlantshafsbandalagið þann 5. mars.[4]
Tilvísanir
breyta- ↑ Presinszky, Judit (22. febrúar 2024). „Sulyok Tamás, az Alkotmánybíróság elnöke a Fidesz-KDNP államfőjelöltje“. telex (ungverska). Sótt 23. febrúar 2024.
- ↑ 2,0 2,1 „Hungary parliament elects new president following scandal“. Al Jazeera (enska). 26. febrúar 2024. Sótt 27. febrúar 2024.
- ↑ 3,0 3,1 Spike, Justin (27. febrúar 2024). „Hungarian parliament elects new president after predecessor resigned in scandal“. Associated Press (enska). Sótt 27. febrúar 2024.
- ↑ „Hungary's president formally signs the approval of Sweden's NATO bid, removing last obstacle“. Al Jazeera (enska). 5. mars 2024. Sótt 5. mars 2024.
Fyrirrennari: László Kövér (starfandi) |
|
Eftirmaður: Enn í embætti |