Hraðeind
(Endurbeint frá Tachyon-eind)
Hraðeind[1][2] eða tachyon-eind[2] (enska: tachyon frá grísku ταχυόνιον, takhyónion, úr ταχύς, takhýs, „hraður“) kallast fræðilegar öreindir sem fara hraðar en ljósið. Ástæðan fyrir því að tilvist þeirra er ekki í ósamræmi við afstæðiskenninguna er sú að afstæðiskenningin segir að enginn hlutur með massa geti ferðast um á ljóshraða en möguleiki sé að hlutur ferðist með hraða hærri en ljóshraði en verði þá alltaf á hærri hraða en ljóshraði, þ.e. ekki er hægt að hægja á hraðeind niður fyrir ljóshraða.
Heimildir
breytaYtri tenglar
breyta- „Hver er afstaða vísindanna til tilvistar hraðeinda (tachyons), er hún sönnuð eða bara kenning? Eru til einhverjar kenningar um beislun orkunnar sem þær eru sagðar búa yfir?“. Vísindavefurinn.
- „Er búið að afsanna afstæðiskenninguna með hraðeindum?“. Vísindavefurinn.
- „Er hægt að koma efnisögnum á meiri hraða en ljóshraða? Ef ekki, verður þá hægt að rannsaka svokölluð svarthol?“. Vísindavefurinn.