Kór Barnaskóla Akureyrar er 33 snúninga hljómplata gefin út af Tónaútgáfunni árið 1974. Á henni flytja Kór Barnaskóla Akureyrar undir stjórn Birgis Helgasonar; Árstíðirnar, söngleik eftir Jóhannes úr Kötlum við tónlist eftir Birgi Helgason og Siggi og Logi sem er saga í ljóðum, samin eftir erlendri fyrirmynd af Margréti Jónsdóttur við tónlist eftir Sigfús Halldórsson. Myndir á framhlið Jóhanna Baldvinsdóttir 12 ára - Gerður Róbertsdóttir 12 ára. Leikstjórn: Jóhann Ögmundsson. Pressun: EMI A/S Danmörku. Ljósmynd: Norðurmynd: Upptaka Tónaútgáfan: Tæknimenn: Ásmundur Kjartansson og Pálmi Stefánsson. Prentun Valprent. Plata þessi er gefin út i tilefni af 75 ára afmæli Barnablaðsins ÆSKUNNAR.

Kór Barnaskóla Akureyrar
Forsíða T 10

Bakhlið T 10
Bakhlið

Gerð T 10
Flytjandi Kór Barnaskóla Akureyrar
Gefin út 1974
Tónlistarstefna Söngleikir
Útgáfufyrirtæki Tónaútgáfan

LagalistiBreyta

Árstíðirnar - Lag - texti: Jóhannes úr Kötlum

Sumarið: Björg Gísladóttir
Haustið: Anna Halla Emilsdóttir
Veturinn: Ingibjörg Árnadóttir
Vorið: Svanbjörg Sverrisdóttir

Undirleik annast Ingimar Eydal og börn úr Barnaskóla Akureyrar.

Árstíðirnar komu fyrst út í Unga Íslandi 1930. Ljóða- leikur þessi varð strax vinsæll. Jóhannes var einnig skáld barna sem hinna fullorðnu. Leikurinn hefst á því, að nokkur börn eru að leika sér. En þau eru ekki ánægð með þá leiki, sem þau kunna. Þá dettur þeim í hug, að skapa nýjan leik. Þau velja árstíðirnar; sumar, haust, vetur og vor; gera þær að persónum og leika þær. Fyrst kemur sumarið inn á sviðið í grænum hjúp. Börnin fagna því, og tala við það um unað þess og yndi. Sumarið svarar spurningum þeirra, og uppfyllir óskirnar með góðvild sinni. Þá kemur haust í móleitum klæðum. En þó það boði skugga og kul, á það líka nokkur gæði. Það færir börnunum lömbin þeirra af fjalli; það gefur þeim horn, til að hafa fyrir fé í leik. Næstur er Vetur. Dimmur er hann og kaldur. Einnig hann á nokkuð til ágætis sér. Blessuð jólin, og skíðafannir og skautasvell. En loks kemur vorið, með hjartað fullt af sunnanblæ. Það tjáir gleði sína við endurfundina við börnin, og þau fagna því. Vorinu, sem uppfyllir alla drauma, og vekur lífið af svefni vetrarins.

Siggi og Logi - Lag - texti: Erlent - Margrét Jónsdóttir

Siggi: Ingibjörg Aradóttir
Logi: Jóhann Ögmundsson

Undirleik annast Ingimar Eydal og börn úr Barnaskóla Akureyrar.

Hér segir frá Sigga litla, sem liggur stúrinn í rúmi sínu, því hann er með magapínu. Kannske hefur hann einhvern tíma farið ógætilega með eldspýtur. Nema hvað? Honum finnst hann hafa kveikt á einni. Og þá kemur Logi. (Eldurinn er hér persónugerður „Logi"). Og Logi tekur að háma í sig allt, sem inni er. Gluggatjöldin, húsgögnin, bækurnar og síðast húsið. Siggi reynir að biðja hann að hætta, en til hvers er það? Mamma og pabbi eru ekki heima. Siggi er hræddur og sakbitinn. Hann hendir sér síðast út um gluggann og meiðir sig. En húsið brennur. En Guði sé lof. Hann vaknar. Þetta var aðeins vondur draumur. Martröð. Húsið stendur óskemmt með öllu innbúi. Mamma og pabbi koma heim og hugga drenginn sinn. Allt er gott aftur. En Siggi hefur kynnst loga. Hann veit nú, að „hættulegur eldur er". Og hann heitir foreldrum sínum af öllu hjarta: „Loga aldrei leik ég að, lofa skal og efna það".