Tóvinnuskólinn á Svalbarði

Tóvinnuskólinn á Svalbarði við Eyjafjörð var skóli sem Halldóra Bjarnadóttir stofnaði árið 1946 og starfaði til 1955. Halldóra kenndi við skólann frá stofnun og þar til hún varð 82 ára. Einnig kenndi Rannveig H. Líndal við skólann. Tóvinnuskólinn var á einkaheimili og ekki húsnæði til að taka nema nokkra nemendur í einu. Hvert námskeið var sex mánuði og var kennd tóvinna og vefnaður. Skólinn átti spunavél og prjónavél.

Heimildir breyta