Tómasarkver er kennt við Tómas postula, og er meðal apókrýfra rita Biblíunnar, eða nánar tiltekið Nýja testamentisins.

Einn merkasti handritafundur 20. aldar átti sér stað nærri bænum Nag Hammadí í Suður-Egyptalandi árið 1945. Á meðal um 40 áður óþekktra rita sem þar litu dagsins ljós, voru Tómasarguðspjall, og Tómasarkver. Tómasarkverið er þar í koptískri þýðingu, en talið er að frumtextinn hafi verið á grísku.

Tómarsarkver telst til svokallaðra opinberunarsamræðna á milli hins upprisna Jesú og lærisveina hans.

Árið 2007 kom Tómasarkver út í íslenskri þýðingu í bókinni: Frá Sýrlandi til Íslands. Arfur Tómasar postula. Þar er ítarleg umfjöllun um kverið.

Heimildir breyta

  • Jón Ma. Ásgeirsson og Þórður Ingi Guðjónsson: Frá Sýrlandi til Íslands. Arfur Tómasar postula. Háskólaútgáfan, Reykjavík 2007, 390 s.

Tengt efni breyta