Tómas Steindórsson
Tómas Steindórsson (fæddur 24. apríl 1991) er íslenskur útvarpsmaður, skemmtikraftur, samfélagsmiðla stjarna og körfuknattleiksmaður.[1][2]
Tommi Steindórs | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Tómas Steindórsson | |
Fæðingardagur | 24. apríl 1991 | |
Fæðingarstaður | Ísland | |
Hæð | 200 sm | |
Þyngd | 136 kg | |
Leikstaða | Kraft framherji / miðherji | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
2011–2012 2015–2018 2018–2019 2019 2020–2021 |
Breiðablik Gnúpverjar Breiðablik-b Breiðablik Leiknir Reykjavík | |
1 Meistaraflokksferill |
Yngri ár
breytaTómas fæddist og ólst upp á Hellu en hann flutti til Reykjavíkur tvítugur til að fara í háskóla.[3]
Körfuknattleikur
breytaÁ árunum 2011-2012 spilaði Tómas með unglingaflokksliði Breiðabliks auk þess að leika sinn fyrsta leik með meistaraflokk Breiðabliks. Árið 2015 settu hann ásamt Maté Dalmay og öðrum upp lið Gnúpverja á ný. Þeir unnu 3.deild karla á fyrsta tímabilinu sínu og lenti í öðru sæti í 2. deild karla tímabilið eftir það og komust þannig upp í 1. deild karla. Þetta var í fyrsta skipti sem lið komst svo hratt uppúr þriðju deild í fyrstu deild.[4][5][6][7] Árið 2019 lék Tómas í þremur leikjum fyrir Breiðablik í Úrvalsdeild karla eftir að hafa spilað með B-liði þeirra í 3. deild karla um skeið.[8] Í september 2020 skrifaði Tómas undir hjá Leikni Reykjavík.[9]
Persónulegt líf
breytaÁrið 2017 byrjaði Tómas í sambandi með skemmtikraftinum Margréti Erlu Maack. Árið 2019 eignuðust þau saman fyrstu dóttur sína.[10]
Heimildir
breyta- ↑ Davíð Roach Gunnarsson (4. ágúst 2020). „Fyrsta deitið í fimmtugsafmæli Loga Bergmann“. RÚV. Sótt 5. ágúst 2020.
- ↑ „Pylsuauglýsing Tomma Steindórs slær í gegn: "Sjóða, sjúga, slátra"“. Nútíminn. 21. júní 2019. Sótt 5. ágúst 2020.
- ↑ Jón Ólafsson (17. nóvember 2017). „Tómas Steindórsson“. lappari.com. Sótt 5. ágúst 2020.
- ↑ „Tvö Suðurlandslið í 1. deildina“. Mbl.is. 30. mars 2017. Sótt 20. ágúst 2017.
- ↑ „Hrunamenn/Laugdælir meistarar í 2. deild“. Karfan.is. 7. apríl 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 ágúst 2017. Sótt 20. ágúst 2017.
- ↑ Albertsson, Aron Þórður (19. ágúst 2017). „Tvær deildir á tveimur árum“. Mbl.is. Sótt 20. ágúst 2017.
- ↑ Tómas Þór Þórðarson (27. október 2017). „Dagný studdi "Gnúp-þjóðina" til afar óvænts sigurs á Selfossi“. Vísir.is. Sótt 28. október 2017.
- ↑ Ástrós Ýr Eggertsdóttir (3. febrúar 2019). „Körfuboltakvöld um Tómas: "Þetta er alvöru maður"“. Vísir.is. Sótt 5. ágúst 2020.
- ↑ „Nýir leikmenn til Leiknis“. Karfan.is. 10. september 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 29 nóvember 2020. Sótt 11. september 2020.
- ↑ Stefán Árni Pálsson (9. október 2019). „Margrét Erla og Tómas eignuðust stúlku“. Vísir.is. Sótt 5. ágúst 2020.