Tómas Steindórsson

Tómas Steindórsson (fæddur 24. apríl 1991) er íslenskur útvarpsmaður, skemmtikraftur, samfélagsmiðla stjarna og körfuknattleiksmaður.[1][2]

Tommi Steindórs
Upplýsingar
Fullt nafn Tómas Steindórsson
Fæðingardagur 24. apríl 1991 (1991-04-24) (32 ára)
Fæðingarstaður    Ísland
Hæð 200 sm
Þyngd 136 kg
Leikstaða Kraft framherji / miðherji
Meistaraflokksferill1
Ár Lið
2011–2012
2015–2018
2018–2019
2019
2020–2021
Breiðablik
Gnúpverjar
Breiðablik-b
Breiðablik
Leiknir Reykjavík

1 Meistaraflokksferill
síðast uppfærður Jan. 2021.

Yngri ár breyta

Tómas fæddist og ólst upp á Hellu en hann flutti til Reykjavíkur tvítugur til að fara í háskóla.[3]

Körfuknattleikur breyta

Á árunum 2011-2012 spilaði Tómas með unglingaflokksliði Breiðabliks auk þess að leika sinn fyrsta leik með meistaraflokk Breiðabliks. Árið 2015 settu hann ásamt Maté Dalmay og öðrum upp lið Gnúpverja á ný. Þeir unnu 3.deild karla á fyrsta tímabilinu sínu og lenti í öðru sæti í 2. deild karla tímabilið eftir það og komust þannig upp í 1. deild karla. Þetta var í fyrsta skipti sem lið komst svo hratt uppúr þriðju deild í fyrstu deild.[4][5][6][7] Árið 2019 lék Tómas í þremur leikjum fyrir Breiðablik í Úrvalsdeild karla eftir að hafa spilað með B-liði þeirra í 3. deild karla um skeið.[8] Í september 2020 skrifaði Tómas undir hjá Leikni Reykjavík.[9]

Persónulegt líf breyta

Árið 2017 byrjaði Tómas í sambandi með skemmtikraftinum Margréti Erlu Maack. Árið 2019 eignuðust þau saman fyrstu dóttur sína.[10]

Heimildir breyta

  1. Davíð Roach Gunnarsson (4. ágúst 2020). „Fyrsta deitið í fimmtugsafmæli Loga Bergmann“. RÚV. Sótt 5. ágúst 2020.
  2. „Pylsuauglýsing Tomma Steindórs slær í gegn: "Sjóða, sjúga, slátra". Nútíminn. 21. júní 2019. Sótt 5. ágúst 2020.
  3. Jón Ólafsson (17. nóvember 2017). „Tómas Steindórsson“. lappari.com. Sótt 5. ágúst 2020.
  4. „Tvö Suðurlandslið í 1. deildina“. Mbl.is. 30. mars 2017. Sótt 20. ágúst 2017.
  5. „Hrunamenn/Laugdælir meistarar í 2. deild“. Karfan.is. 7. apríl 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 21 ágúst 2017. Sótt 20. ágúst 2017.
  6. Albertsson, Aron Þórður (19. ágúst 2017). „Tvær deildir á tveimur árum“. Mbl.is. Sótt 20. ágúst 2017.
  7. Tómas Þór Þórðarson (27. október 2017). „Dagný studdi "Gnúp-þjóðina" til afar óvænts sigurs á Selfossi“. Vísir.is. Sótt 28. október 2017.
  8. Ástrós Ýr Eggertsdóttir (3. febrúar 2019). „Körfuboltakvöld um Tómas: "Þetta er alvöru maður". Vísir.is. Sótt 5. ágúst 2020.
  9. „Nýir leikmenn til Leiknis“. Karfan.is. 10. september 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 29 nóvember 2020. Sótt 11. september 2020.
  10. Stefán Árni Pálsson (9. október 2019). „Margrét Erla og Tómas eignuðust stúlku“. Vísir.is. Sótt 5. ágúst 2020.

Tenglar breyta