Tóbagó er eyja í Karíbahafi og sú minni af tveimur megineyjum ríkisins Trínidad og Tóbagó. Tóbagó liggur í norðaustur af Trínidad og 160 km norður af Venesúela. Stærð er um 300 km² en með nálægum smáeyjum, Litla Tóbagó, St. Giles Eyju, Geita Eyju (Goat island) og Systraskeri (Sisters rock) fer hún upp í 303 km². Hæsti punktur á Tóbagó er Dúfnatindur (Pigeon Peak); 550 metrar. 61.000 manns búa á Tóbagó (2011).

Scarborough er höfuðstaður eyjunnar.
Sveitarfélög Tóbagó.
Strönd við Castara á Tóbagó.

Tvö af 11 umdæmum landsins eru á eyjunni. Umdæmisbær Vestur-Tóbagó er Scarborough með um 18.000 íbúa. Scarborough er einnig höfuðstaður eyjunnar. Höfuðstaður umdæmisins Austur-Tóbagó er Roxborough.

Á nýlendutímanum skipti eyjan um hendur 33 sinnum en parísarsamkomulagið lét Bretum eyjuna í té. Árið 1962 hlaut eyjan sjálfstæði ásamt Trínidad.

Tóbagó er þekkt fyrir baðstrendur og kórala. Þar er regnskógur sem hefur verið verndaður frá 1776. Flestir íbúanna eru af afrískum uppruna.

Heimild

breyta