Trínídad er eyja í Karíbahafi og sú stærri af tveimur megineyjum ríkisins Trínidad og Tóbagó. Trínidad liggur um 11 km norður af Venesúela. Stærð eyjarinnar er um 4768 km² (93% af heildarflatarmáli ríkisins) og þar búa um 1,3 milljónir (2011). Port of Spain, höfuðstaður ríkisins, er á eyjunni, en Chaguanas og San Fernando eru stærri borgir. Íbúar eru af mörgum þjóðernum og kynþáttum. Olíu- og gasvinnsla eru mikilvægar iðngreinar.

Kort.

Kristófer Kólumbus nefndi eyjuna eftir heilagri þrenningu árið 1498. Frumbyggjar Karíba og Aravaka bjuggu á eyjunni fyrir komu Evrópubúa. Fyrst réðu Spánverjar þar ríkjum og síðar Bretar. Árið 1958 fékk Trínidad sjálfsstjórn og árið 1962 sjálfstæði frá Bretlandi.

Hæsti punktur eyjunnar er El Cerro del Aripo, 940 metrar.

Heimild

breyta