41°53′26.5812″N 12°29′18.906″A / 41.890717000°N 12.48858500°A / 41.890717000; 12.48858500

Títusarboginn.

Títusarboginn í Róm er kenndur við Títus Vespasíanus Ágústus keisara Rómaveldis 79-81 eftir Krist. Hann var reistur af keisaranum Dómitíanus.

Títus Vespasíanus var vinsæll og hlaut viðurnefnið „yndi mannkyns“. Hann þótti með afbrigðum örlátur á fé, sitt eigið ekki síður en ríkisins og átti drjúgan þátt í endurreisn Rómaborgar eftir brunann mikla árið 80. Hann fór fyrir herleiðangri árið 70 til Jerúsalem þar sem borgin var eyðilögð og Rómverjar unnu sigra og í minningu þess afreks var honum reistur minnisvarði í Rómaborg, Títusarboginn. Stendur hann enn við hliðið að Forum Romanum.