Sykur (hljómsveit)
íslensk hljómsveit
Sykur er íslensk rafpopp-hljómsveit. Hún hefur gefið út þrjár breiðskífur Frábært eða Frábært (2009), Mesópótamía (2011) og JÁTAKK (2019). Hljómsveitin er einna helst fræg fyrir lagið Viltu dick sem Erpur tók með þeim, lagið Reykjavík og lagið Svefneyjar sem var valið lag ársins (2019) í raftónlistaflokki á Íslensku tónlistaverðlaununum sem haldin voru árið 2020.
Breiðskífur
breyta- 2009 – Frábært eða frábært
- 2011 – Mesópótamía
- 2019 – JÁTAKK
Meðlimir sveitarinnar
breyta- Kristján Eldjárn
- Halldór Eldjárn
- Stefán Finnbogason
- Agnes Björt Andradóttir