Svartur bjarnköttur

Svartur bjarnköttur eða asískur bjarnköttur (fræðiheiti: Arctictis binturong) er rándýr af deskattaætt, sem á heimkynni í Suður- og Suðaustur-Asíu. Svarti bjarnkötturinn er stærstur allra dýra af ættinni og getur orðið um 84 sentímetrar að lengd og rófan tæpir 70 sentímetrar þar að auki. Fullvaxið dýr er um 30 kílógrömm að þyngd. Svarti bjarnkötturinn heldur til í skóglendi, mestmegnis uppi í trjám og er á ferli svo til hvenær sem er sólarhringsins.

Svartur bjarnköttur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríkið (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Spendýr (Mammalia)
Ættbálkur: Rándýr (Carnivora)
Ætt: Deskattaætt (Viverridae)
Undirætt: Paradoxurinae
Ættkvísl: Arctictis
Temminck, 1824
Tegund:
A. binturong

Tvínefni
Arctictis binturong
(Raffles, 1822)
Kjörlendi svarta bjarnkattarins
Kjörlendi svarta bjarnkattarins

Hann er alæta og nærist á smáum spendýrum, fiskum, fuglum, skordýrum, og ávöxtum. Svarti bjarnkötturinn er ekki álitinn mikill veiðimaður, en hann er illa útbúinn til veiða, þótt hann sé flinkur að klifra í trjám þykir hann silalegur og hreyfir sig hægt. Talið er að jurtir séu helsta uppistaðan í fæðu hans. Það er alþekkt að svarta bjarnkettinum þykja fíkjur ómótstæðilegar.

Sjá einnig

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.