Svartdjöfull eða lúsífer (fræðiheiti: Melanocetus johnsonii, sem þýðir „svartur hvalur Johnsons“) er djúpsjávarfiskur. Hann fékk fræðiheiti sitt frá svörtum lit, beittum tönnum sem líkjast vígtönnum og það að hann lifir í yfir 2.000 metra dýpi. Feitur kringlóttur líkaminn lítur út eins og körfubolti, veltandi um í hyldjúpu myrkrinu. Þróun þessarar lögunar kemur í veg fyrir að líkaminn falli inn og kremjist í gríðarlegum þrýstingi á þessu mikla dýpi.

Svartdjöfull

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Kjaftagelgjur (Lophiiformes)
Ætt: Melanocetidae
Ættkvísl: Melanocetus
Tegund:
M. johnsonii

Tvínefni
Melanocetus johnsonii
Günther, 1864

Þessir fiskar hafa aðlagast vel að myrkri heimkynna sinna. Þeir hafa öðlast hæfni við að lifa af í þessum beiska, kalda og almyrkva heimi. Náttúrulegt loftnet á höfði fisksins virkar sem beita. Hann notar oxunarferli sem kallast lúsiferín, bakteríur sem framkalla ljós en lúsifer merkir ljósberi. Þetta veldur að toppurinn á tálbeitunni fer að ljóma sem þannig laðar bráð að honum. Þegar minni djúpsjávarverur koma nálægt honum, opnast munnur hans sjálfkrafa. Bráðin hefur þá enga möguleika á að sleppa.

Heimkynni

breyta

Svartdjöfull býr á yfír 2.000 metra dýpi í höfum um allan heim.

Fæðuöflun

breyta

Svartdjöflar hafa langar, þunnar tennur sem standa út báðum megin í munninum. Þegar fiskurinn opnar kjaftinn er hann stærri en líkaminn. Teygjanlegur magi hans gefur honum kleift að gleipa bráð sem er tvisvar sinnum stærri en hann sjálfur.

Æxlun

breyta

Karlkyns svartdjöfull hefur litlar bognar tennur sem hann notar til að grípa í kvenkyns fiskinn. Þegar hann festir sig, sameinast æðarnar í karlfisknum og kvenfisknum. Karlkyns fiskurinn eyðir því sem eftir er af lífinu varanlega fastur við kvenkyns fiskinn, orðinn að sníkjudýri. Karlkyns fiskurinn fær síðan alla næringu sína frá kvenkyns fiskinum. Ef karlkyns svartdjöfull er ófær um að para sig með kvenkyns svartdjöfli, þá deyr hann úr hungri. Karlkyns svartdjöfla skortir meltingarveg og geta því ekki melt mat á eigin spýtur.

Tenglar

breyta
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.